08 November 2008

Frábær laugardagur :)

Það er svo yndislegt að hafa drenginn hér hjá okkur :)
Hann þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni (sem betur fer)
Hann er búinn að laga ljósið í þvottahúsinu, sem var bilað :)
Hann fór með Pétri í bílskúrinn í dag og hjálpaði honum að endurskipuleggja dótið okkar þar:)
Hann mun taka nokkra poka til Helga sem hann átti hér (föt og fl.) :)
Hann setti fyrir mig upp útijólaseríuna :)
Ég er með kveikt á henni núna.....en mun (kannski) slökkva á henni í nokkra daga :)
Allavegana er hún komin upp :)
Hann ásamt Pétri er búinn að tengja græjurnar í stofunni :)
Hann er búinn að setja örrarann í samband :)

Honum langaði í svið í matinn í gær og ætluðu þeir feðgar að kaupa þau í gær en nei nei þau voru ekki til í búðunum hér :(
Frúin eldaði kjöt og kjötsúpu fyrir gulldrenginn sinn í gær :)
Súpan var hituð upp í hádeginu í dag :)
Feðgarnir eru núna að gera humarinn tilbúinn og ætla þeir að smjörsteikja hann á eftir :) Ummm :)
Á morgun mun frúin elda lambalæri :)
Við elskum mat, já sérstaklega að BORÐA mat :)
Frúin búin að leggja á borð í stofunni :)

Frúin sendi litlu norninni sms í dag og bauð henni ásamt leppalúða í heims+okn í kvöld :)
Nornin hunsar sms-ið......eins og nornir gera (sennilega)
Við verðum þá sennilega bara þrjú hér í kvöld!!!

Drengurinn heimtaði að fá að fara í heita pottinn í kvöld....það var látið eftir honum, eins og allt annað :) BÁPan ætlar með honum:)
Frúin vill ekki skella sér ofan í, því hún er hrædd um að vatnið klárist!!!
Frúin mun taka myndir :)

BÁPan er að spila jólamúsík!!!

UUmmmm það angar allt húsið í humars/hvítlauks lykt nú og ætla ég að tékka á feðgunum þarna fram í eldhúsi, þar sem litla daman er á fullu að hjálpa til :)
Ég hlakka til að borða :)

6 comments:

Anonymous said...

Honum langaði í svið = Hann langaði í svið ....náði þér kv. GSG

Anonymous said...

Þú náðir mér ekki neitt hver sem þú ert GSG!!!
Þetta er nefnilega mállíska hér á Króknum múhahahahahaha!!!!

Hefuru annars verið að leita eftir stafsetningar og eða öðrum villum hjá mér lengi??? Lovlí :)

Vona að þú kommentir aftur elskan :)

Anonymous said...

Vá hvað þetta er æðislekt svona voldi eg alveg hafa það stundum Kveðja sverige

Anonymous said...

mmmmmmmmmmmmmmm og hvað ég vildi vera í mat hjá ykkur!!!

Skilaðu kveðju til Gogga frá okkur!!!!

Anonymous said...

heyðru Gógó ég leit ekki einu sinni á símann minn í gær, þykir miður að hafa hundsað ykkur. leit á hann núna og veit ekki alveg hver hann er þessi Palli sem ég átti að taka með mér, Kalli er voða sár,

eigum þetta inni

sú litla

Anonymous said...

Gógó mín maður fær bara vatn í munninn að lesa matseðilinn,ég kíki framvegis á föst lau og sun til að vita hvað ég á að hafa í matinn .