16 November 2008

Sunnudagur til...piparkökubaksturs

Frúin sem still is in 98 in the morning, var svo lúin í gærkvöld eftir amstur dagsins að hún var komin undir sæng um kl átta og steinsofnuð kl hálf níu!!!! Og það á laugardagskvöldi!!!
Reyndar varð ég líka smá döpur þegar ég heyrði fallegt lag í útvarpinu, lag sem var spilað við jarðarförina hennar Sifjar minnar. Þá helltist yfir mig fullt fullt af minningum.

Svona er þetta bara.

Endurnærð núna og full orku sem er eins gott því nú ætlum við Bergljót Ásta að fara í piparköku bakstur og málun :)

Svo ef það gengur vel þá er aldrei að vita nema maður hendi í annað kíló af hveitikökum!!!
Pétri mínum fannst þær eiginlega ekki nógu margar kökurnar sem komu úr kílóinu í gær!!!
Við nefnilega elskum hveitikökur :) Nú svo ef ég tek eina með mér til Strúllus í hittinginn okkar í desember....þá er betra að baka fleiri :)

Ég ætla að eiga góðan sunnudag og vonandi þið líka.

3 comments:

Anonymous said...

Ja vona að þið eigið goðan sunnudag miki rosalega erti dugleg með allan þennan bakstur vildi að eg fengi eitthvað af þessu bestu kveðjur frá sverige

Anonymous said...

En bíddu bíddu er mér bara ekkert svarað bara Srúllu þetta verður geymt en ekki gleymt.

Gangi ykkur vel í piparkökunum!!!

maður er greinilega ekki besta mágkona!!!!

Anonymous said...

Ella sprella þú getur bakað hveitikökurnar sjálf :) Nú eða beðið Guggu að baka fyrir þig :)
Strúllus kemur sko frá Hong Kong og kann þetta ekkert :)

Þú ert jú lang lang besta mágkonan :)