02 November 2008

Fyrsti sunnudagur í nóvember 2008

Frúin var vöknuð um kl 9 í morgun sem er náttúrulega mjög svo ókristilegur tími á sunnudegi. Ók MÖldunni í vinnuna um kl hálf tíu. Setti í þvottavél. Kryddaði og setti í ofn, íslenskan lambahrygg sem étinn verður um hádegið :)

Puttalingurinn minn ætlar um kl eitt að horfa á sitt lið (DERBY) sem eru að fara að keppa við lið sem enginn Derby unnandi má nefna á nafn.....en það er liðið Nott.Forest!!!!

Í gær var BÁPan að skoða myndaalbúm sem Inga Rún mín gerði eitt sinn fyrir mig, þar eru m.a. myndir af Ingu Rún frá því hún var lítil og við hverja mynd hélt daman að þetta væri Sif :)Í albúminu eru margar gamlar myndir af börnum okkar systranna og mikið var notalegt að skoða þær, einmitt í gær:)

Um seinustu helgi reyndi ég oft að hringja í hana Ididdi mína en þá kom alltaf talhólf svo í dag verða gerðar fleiri tilraunir :)

Veðrið hér á Króknum er í góðu skapi í dag og það er frúin líka:)
Megið þið eiga góðan sunnudag :)

5 comments:

Anonymous said...

Pollyanna er greynilega að svínvirka
Hér er búið að vera flott veður í dag.
puss og kram. Helga

Anonymous said...

Já svi sannarlega og allir i flottu skapi bara vona að eins sé á norðurlandi hja ykkur bestu kveðjur frá svijaríki.

Anonymous said...

Gaman að tala við þig áðan ég er bara allt önnur!!!

Æi hvað ég vildi stundum að þú værir hér mér þykir mikið vænt um þig..

Anonymous said...

sælar. já það var símalaus dagur hjá mér í gær. það er voðalega notalegt annað slagið. svo í kvöld var ég á tónleikum og var að sjá að þú reyndir að hringja á meðan þannig að ég heyri í þér síðar Gógó mín. er á leið í háttinn núna. en bestu kveðjur til ykkar allra á Króknum

Anonymous said...

Rétt er það öll ég stytta upp um síðir.
Langt síðan ég hef kíkt á síðuna þína það er alltaf gaman að lesa bæði í blíðu og stríðu.

kv Gretar Þór
www.123.is/gretars