09 November 2008

Sunnudagur til sælu....vonandi fyrir alla :)

Þá er þvottavélin farin að mala og uppþvottavélin :)

Rúllu/brauðterta í morgunmat og lærið bíður eftir að komast í ofninn.....en það verður nú bara seinnipartinn :)

Margrétin mín í vinnunni :)
Systkinin horfa saman á Tinna á dvd :)
Pétur minn í putalandi horfir á Sigtrygg í sjónvarpinu :)
Allt eins og þetta á að vera :)

En spurningar dagsins eru af hverju henda mótmælendur eggjum og öðru í dauða hluti???
Hvað hefur alþingishúsið gert okkur???
Af hverju böggast fólkið svona mikið út í lögregluna???
Voru það bara lögreglumenn sem kusu þá sem eru við völd???

Ég vona að fólk fari ekki að henda eggjum og öðru í afgreiðslufólk þegar verðið fer verulega að hækka í verslunum.

Það er ekkert að því að mótmæla og bara gott.
En er ekki til einhver önnur leið?
Við eigum að bera virðingu fyrir alþingishúsinu........en ég get t.d. ekki borið virðingu fyrir fólkinu sem þar inni vinnur nú fyrir okkur.....en vonandi kemur að þeim tíma að þar situr fólk sem virkilega hægt er að bera virðingu fyrir. Hver veit???

Eigið góðan sunnudag :)

No comments: