23 November 2008

Sunnudagurinn 23. nóv '08

Á sl. fimmtudag fóru þau Pétur og Bergljót Ásta suður í Hafnarfjörðinn og koma aftur heim í dag :) Það er eiginlega allt of hljótt í húsinu þegar við Margrétin erum bara tvær heima :)

Eftir vinnu á föstudag bakaði (steikti) ég úr öðru kílói af hveitikökum :)
Um kvöldið komu nokkrar úr vinnunni til mín og áttum við kósíkvöld saman :)

Í gær fengum við Margrét Alda okkur göngutúr í N-1
Áttum síðan rólegan dag í gær :)
Um kvöldið horfði ég á Spaugstofuna og þáttinn hennar Ragnhildar og ætlaði síðan að horfa á fyrstu mynd kvöldsins en HALLÓÓÓÓ......hvílíkt bull og leiðindi....ég slökkti á sjónvarpinu, kíkti aðeins í tölvuna og var svo komin undir sæng um kl ellefu og ætlaði að lesa smá fyrir svefninn!!! Ég sofnaði kl að verða FJÖGUR!!!!
Margrét hafði farið að hitta stelpurnar og mér finnst óþægilegt að vera alein!!!!

En kjúklingurinn sem ég eldaði í gær klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá mér og verður afgangurinn af honum í sósunni í kvöld fyrir heimilisfólkið......nema kannski ég steiki hjörtu í matinn fyrir hana Margrétina mína.......henni finnast hjörtu svooo góð :)

2 comments:

Anonymous said...

Þú hefur þá ekki brennt kjúlla fyrir blaðrinu í mér !

Sjónvarpið var hundleiðilegt í gær og var ég kominn inn í rúm kl.hálf 10. en hún Elín mín var mikið veik í nótt og er enn og Gróa er með 38 svo að hún verður heima á morgun..

Hér er leiðilegt veður..

En Gógó mín eigðu góðan dag!!!!

Anonymous said...

Gógó þú verður nú að kíkja á mig ef þú kemur vestur .
ég skil alveg að þér finnist óþægilegt að vera ein í húsinu ég er alveg eins en hafðu það gott
kv Guðmunda