10 November 2008

Til Akureyris........

Jæja þá er hann Georg minn Rúnar farinn frá okkur.
Hann lagði af stað í morgun upp úr klukkan ellefu og komst heilu og höldnu alla leið :)
Ég sakna hans strax.

BÁPan fékk frí í skólanum í dag og kom með okkur Pétri og Margréti til Akureyrar.
Ég fékk líka frí frá minni vinnu til að mæta hjá bæklunarlækninum.

Ég mæli með þessum lækni sem þurfa á bæklunarlækni að halda.
Hann útskýrir mjög vel fyrir manni, teiknaði á blað legg og liði og sýndi okkur (PB fór með mér inn) síðan í tölvunni myndirnar af hnénu og sprungunni í liðþófanum.
En læknirinn heitir Jónas L. Franklín.
Mæli semsagt með honum.

Annars er allt gott að frétta af okkur.
Einhverra hluta vegna þó, er einhver deyfð í mér núna en það lagast allt um leið og vinkona mín hún Pollýanna mætir á svæðið :)

Hafið það gott.

6 comments:

Anonymous said...

ja Gógó min hún Pollyanna er m´tt get lofað þer þvi var hja mer þegar eg vaknaði bestu kveðjur frá sverige

Anonymous said...

Bestu kveðjur úr Hafnarfirði - takk fyrir kommentin á Cosmó :)

Anonymous said...

bla bla

Anonymous said...

Blessuð Gógó

kannast við þennan góða lækni, hehe, sendi konunni hans linkinn á bloggið þitt, hún var mjög kát, allt gott að frétta héðan, kv Maja

Anonymous said...

Á ekkert að setja inn mynd af þér svo allir sjá hvað þú ert orðin ROSALEGA mikill gella !!!!!

Anonymous said...

Þú verður nú að lofa okkur hinum að hafa aðgang að Pollýönnu. Það er mikið flakk á henni á þessum árstíma.
Vonandi getur læknirinn hjálpað þér eitthvað í sambandi við hnéð.?
Hafið það gott.
kveðja Helga