14 November 2008

Helgin komin enn og aftur :)

Aftur komin helgi......aftur helgi :) Hvar er Helgi???
Engin helgispjöll hér sko!!!

Ætla njóta þess í botn að vera í fríi :)
Sá fingurbitni eldaði þennan líka yndælis lambaframpart í lærislíki með öllu tilheyrandi :)

Ísbíllinn klingdi öllum bjöllum hér í kvöld og feðginin náðu að kaupa ís af sölumanninum, sem reyndar kom stökkvandi að útidyrunum um leið og þær voru opnaðar :)

Frúin búin að hnoða í brauð og bíður eftir að deigið hefist:)

Feðgarnir Maggi og Viktor Darri komnir í heimsókn :)
En Viktorinn er fjögurra ára og einn sá allra skemmtilegasti :)
Held að Pétur sé hans IDOL (eins og mitt hóst hóst)

Alla mín hefur það gott í eyjum :)
Búin að heyra í henni nokkrum sinnum og á eftir að heyra oftar í henni í kvöld :)
Hún er svo dugleg alltaf að hringja í mig :)

Hafið það nú kósí kvöld í kvöld :)

3 comments:

Anonymous said...

Jæja elskan er farin að sakna þín strax,en það lagast á mánudaginn,hafðu það gott með þínu fólki,þú mannst svo þumalfingur þumalfingur hvar ert þú? hér er ég hér er ég góðan daginn daginn daginn

Anonymous said...

Hafðu það gott um helgina kæra fjölskylda!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Anonymous said...

Já ég man þegar maður kunni að meta helgarnar. Nú er þetta allt eins. Það er líka ísbíll hjá okkur og hann kemur alltaf annan hvort föstudag. Er ekki óvenjulegt með ísbíl á islandi??
Hafði það gott um helgina og já alltaf.
Puss og kram frá Svíþjóð