20 November 2008

Hún á afmæli í dag :)

Jeminn eini ég var næstum búin að gleyma að hún...........

....SIGRÚN GERÐA á afmæli í dag :)

Hún er 65 ára í dag :)

Til hamingju elsku Sigrún Gerða :)

Þú ert konan sem píndir mig til að baka fyrstu kökuna sem ég bakaði :)
Þið Einar Oddur voru þau fyrstu sem treystu mér fyrir bíl :)
Ég fékk að keyra fram og til baka Volvo station bílnum ykkar á planinu fyrir utan Sólbakka á meðan daman hún Brynhildur (sem ég var að passa) svaf í vagninum!!! Um leið og hún fór að orga varð ég að sleppa bensíngjöfinni og drepa á bílnum og skipta um bleyju á krakka grislingnum!!!

Þú fórst einn sunnudagsmorgunn með mig (ég var þá 12 ára ca) niður á heilsugæslustöð til ástralskrar konu sem var að vinna í frystihúsinu en var menntuð tannlæknir og lést hana draga tönn úr mér!!! Ég hafði verið með svo mikla tannpínu kvöldið áður þegar ég var að passa hjá þér....þú komst þá snemma heim og gafst mér 1/2 svefntöflu svo ég gæti sofnað......mér fannst ég fullorðin að hafa fengið svefntöflu!!!! Síðan þá hef ég verið hrædd við allar töflur!!! Hrædd um að lenda hjá tannlækni....eða eitthvað!!!!

Þú ert konan sem dróst mig í leikfélagið :)
Þú ert konan sem studdir mig og hvattir þegar ég átti mjög erfitt þegar ég hafði ekki börnin hjá mér.
Þú ert konan sem kemur alltaf til mín á Aðfangadag :) (ásamt Möggu grönnu)
Þú ert konan sem sagði mér að það væri allt í lagi þó ég eldaði BJÚGU í öll mál fyrir Einar Odd :)
Þú ert kraftmikil kona Sigrún Gerða og á ég margar góðar minningar með þér og þínum :)
Innilega til hamingju með daginn og láttu þér líða alltaf sem best :)

PS: Mundu bara að kjósa rétt í næstu kosningum :)

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað eg er samála þer með Sigruni hun hjalpaði merlika mikið á vissum tima þetta er rosalega goð kona. en vildi benda þer a að kikja á moggan i dag á innlendar frettir og á frett um auði en sonur Bubbu systir er þar. Kveðja sverige

Anonymous said...

Það heitir barattukveðja til auðurs

Harpa Jónsdóttir said...

Þú skilar afmæliskveðjur frá mér til Sigrúnar Gerðu!