04 November 2008

Bréf til Helga :)

Eitt sinn skrifaði ég álíka bréf til hans Georgs míns en nú er það til hans Helga míns :) En ég sakna þeirra beggja mikið mikið.

Elsku Helgi minn, ég skrifa þetta bréf mjög hægt því að ég veit að þú lest ekki hratt.
Við búum ekki lengur þar sem við bjuggum þegar þú komst seinast.
Pétur las nefnilega á Feykir.is að flest slys gerast innan 30 kílómetra frá heimilinu, svo við fluttum.
Ég get ekki sent þér heimilisfangið okkar því að fjölskyldan sem bjó hér seinast tók með sér húsnúmerið svo þau þyrftu ekki að breyta heimilisfanginu.
Það snjóaði bara tvisvar í seinustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra.

Mannstu eftir frakkanum sem þú baðst mig um að senda þér, hann er kominn í póst.
En þær á Furukoti sögðu að það væri svolítið dýrt að senda frakkann þannig að stelpurnar í vinnunni hjálpuðu mér og klipptu allar þungu tölurnar af frakkanum og settum þær í vasann.

Stína frænka þín fæddi barn í morgun, en ég veit ekki enn hvort hún átti strák eða stelpu svo ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.
Jæja elskan þá eru ekki fleiri fréttir í bili.

Ástarkveðjur þín mamma :)

6 comments:

Anonymous said...

Þetta er nú alltaf jafn fyndið þó það sé búið að nota það áður.

Anonymous said...

Hef ekki séð þessa útgáfu áður. Bráðfyndið.

Kveðja frá Noregi
Jóhann

Anonymous said...

Flott bréf hjá þér
Puss og kram
Helga

Anonymous said...

hey, það er ekki skrítið að ég mundi ekki hvernig þú lítur út þu hefur breyst svo mikið, ert orðin svo grönn

knús

litla norn

Anonymous said...

Litla norn, ég segi nú bara múhahahahaha!!!!

Ég held ég verði að fara birta mynd af mér á blogginu mínu svo þau fyrir vestan, sunnan, austan og já út um allan heim, haldi ekki að ég sé að drepast úr hor!!!!

Er semsagt alltaf jafn feit krakkar mínir :) og er það nú ekki slæmt í þessari kreppu!!!!

Anonymous said...

Verður að skrifa hraðar næst, alltof fljótur að lesa þetta! =)