26 November 2008

Vinahópur BÁPunnar------Hittingur.

Pétur minn hefur verið pungsveittur í allan dag :)
Hann bakaði skúffuköku fyrir Bergljótu Ástu og vini hennar í vinahópnum, en það var hittingur hjá þeim í dag hér á bæ frá kl 16-18 :)

Þegar ég kom heim úr vinnunni voru þau öll (ásamt Pétri) úti í garði í boltaleik í kuldanum :) Hressandi :) Komu síðan öll inn og fengu skúffuköku og ískalda mjólk með :)
Síðan voru nokkrir innileikir.....flöskustútur, fela hlut og fleira.....aftur í skúffukökuna og síðan gerði PB að sjálfsögðu galdur og ætluðu augun út úr höfðinu á blessuðum börnunum :)
Nú frúin spilaði við þau á spilin 52 og síðan var haldið heim :)
Allir glaðir og sáttir að ég held :)

Nú er sá bitni á fullu í eldhúsinu að undirbúa kvöldmatinn sem verður plokkfiskur :)

Sá held ég sofni nú snemma í kvöld eftir annasamann dag :)

2 comments:

Julia said...

namm skúffukaka og ísköld mjólk. Viljið þið koma með svoleiðis með ykkur í bæinn... frétti að þið væruð að koma í afmæli á helginni - og svo verður kveðjupartí hjá okkur Þóri 13.des. og þá verðið þið að gera ykkur aðra ferð í bæinn er það ekki.

Anonymous said...

Rosalega hefur Pippurinn staðið sig vel!!! ;-))