15 November 2008

Annað blogg á þessum undur fagra degi :)

Frúin/rokkarinn sem var í 98 í morgun en er núna í 98,5 (ekki 99) er ein sú duglegasta kona sem ég þekki :)

Fyrir utan það að hafa farið út að leika með dömunni fyrir hádegi, sett í þvottavél í allan dag, þurrkað, brotið saman og gengið frá er nú búin að baka jóla hveitikökurnar :)
Jebbs frúin bakaði úr kílói núna og mun sennilega gera úr öðru kílói fyrir jólin, þar sem þetta tókst ágætlega á gaseldavélinni :)

Hentaði mjög að hnoða og fletja út á meðan hún hlustaði á friðsælu mótmælin fyrir sunnan :)
Síðan í sínum hugarheimi á meðan steikt var :)

Já þetta gerði frúin (frekar létta) í dag á meðan ein frú er ég þekki rembist og rembist við EINA ritgerð, hér í bæ!!! Enda endar sú frú alltaf á msn-inu........ og svo hjá mér í kvöld :)

Já frúin í 98,5 er svo skipulögð, framtaksöm og dugleg.....ætti nú bara að bjóðast í seðlabankastjórnina nú eða bara á alþingi :) Þið mynduð nú ekki tapa á því :)

En ekkert hangs hér því næst er að hnoða í pizzur, taka úr þvottavélinni, setja í þurrkarann og ganga frá þvotti :)

2 comments:

Anonymous said...

þú ert ert svo dugleg á meðan ég geri ekki neitt!!!!
Ef þetta heldur svona áfram hætti ég að lesa bloggið nei bara smá djók !!!!

En á ekki að senda bestu mágkonu sinni hveitikökur????

Anonymous said...

Þú kannski grípur með þér eina köku þegar við hittumst á stefnumótinu okkar...ummm.
Strúllus