13 November 2008

Hann á afmæli í dag :)

Að hugsa sér að í dag eru FJÖGUR ÁR síðan hann Pétur minn fékk að gjöf hann Hannes hana og að í dag eru tæp fjögur ár síðan hann Hannes hani dó úr leiðindum hjá honum Sigga Gumma!!!!

Já í dag á hann elskulegur eiginmaður minn afmæli :)


Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Pétur
hann á afmæli í dag :)

Til hamingju með daginn elsku Pétur :)

Fingur heila hafð'ann fimm
fjórir eru eftir.........

og botnið nú þennan líka "flotta" fyrripart :)

13 comments:

Anonymous said...

ja veröldin er stundum grimm
og öll okkur það snertir.

Kveðja sverige

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Pétur

Anonymous said...

Til hamingju með daginn lögregluþjónn Pétur

knús úr gamla húsinu

Litla norn

Harpa Jónsdóttir said...

Innilega til hamingju með bóndann!

Anonymous said...

til hamingju með kallinn! þú skellir rembingskossi á báðar kinnar frá okkur Braga.

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elskulegi Pétur.

úff seinnipartur... kemur ekki akkúrat núna.

Eigið góðan dag kæru hjón.

Anonymous said...

Fingur heila hafð´ann fimm
fjórir eru eftir
Hann gerði þarna talsvert trim
en takk að hinum slepptir

Afmæliskveðjur
Strúlla

Anonymous said...

Bestu hamingjuóskir til afmælisdrengsins. Ég læt aðra um að yrkja um fingur en læt fljóta með vísu sem ég fékk senda um ágæti þess að eiga góða konu eins og þig Gógó.

Þótt veraldargengið sé valt
og úti andskoti kalt
Með góðri kellingu
í réttri stellingu
bjargast yfirleitt allt.
kv
Sigrún Sóley

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Pétur! :)

Anonymous said...

Til hamingju með gamla og kisstu hann frá okkur Ella,Hinni,Gróa og Elín.

Eigið gott kvöld!!!!!

Anonymous said...

Til hamingju með gamla og kisstu hann frá okkur Ella,Hinni,Gróa og Elín.

Eigið gott kvöld!!!!!

Anonymous said...

Botn til Gógóar

Fingur heila hafð´ann fimm
fjórir eru eftir.
Frúin hans er flott en grimm
og frumkvæðið heftir.

Afmæliskveðjur.
af
Ránargrund.

Anonymous said...

Siðbótar-vísa
vegna
fyrri öfugmælavísu.

Gógó! Þú er gæða-sál
gef hér nýja stöku.
Finnum þig við fyrsta mál
færum friðar-köku.

Siðbótarkveðjur
af
Ránargrund.