16 November 2008

já svona er þetta nú bara.

Frúin greinilega ekki í sínu besta bakstursformi í dag!!!!
Henti einni uppskrift af helvítis piparkökudeigi sem hafði misheppnast hjá mér, þegar ég reyndi að nota þetta tæki mitt sem er hvorki hrærivél né þeytari.....aaarrrrgggg!!!!

Sýndi smá þolinmæði og henti í aðra uppskrift og hnoðaði það í höndum!!!
Tókst ekki nógu vel....molnaði allt....fékk þá Pétur minn til að hnoða aðeins betur.
Allt kom fyrir ekki...það var ekki hægt að fletja draslið út til að forma....til að mála!!!
Bjó til kúlur og setti í ofninn og bakaði!!!!
Þær eru frekar harðar en stelpurnar og Pétur gátu gúffað í sig nokkrum :)
En semsagt ekkert málað á piparkökur í dag.

Til að hafa nóg að gera í dag, tók ég utan af rúminu okkar, þreif djúpsteikingarpottinn og nóg að gera í þvottinum :)
Svona gagnlausar upplýsingar fyrir ykkur :)

Nú og svo er kjúllinn kominn í ofninn og frönskurnar bíða þolinmóðar að komast í nýja og fína olíuna í djúparanum :)

Sifin mín er afskaplega ofarlega í huga mínum í dag og hafa grátkirtlarnir haft nóg að gera og kannski ekki alltaf verið viðbúnir þar sem þeir hafa þurft að starfa hvenær sem er og hvar sem er í allan dag!!! En enn og aftur....svona er þetta líf og engu um það ráðið!!!
Því nú andskotans ver og miður!!!!!!!!!!!!

8 comments:

Anonymous said...

Elsku Gógó...
Þú ert indisleg í alla staði....gleymdu því aldrei ;0)

Anonymous said...

Pollýanna verður komin í heimsókn til þín áður en þú veist af. :) En djöfull ertu búin að vera dugleg! Hér er bara búinn að vera letidagur.. ;) En hvernig er það, áttu ekki KitchenAid hrærivél?

Anonymous said...

Gógó min það er allt i lagi að sleppa ser endrum og eins og bara eðlilekti en mundu bara að þu ert yndisleg manneskja.
Kveðja sverige

Anonymous said...

æ það var svo æðislega gaman hjá okkur frænkunum öllum á þessu Sandsballi:)

Julia said...

Já þetta Sandsball var alveg stórkostlegt - gott að eiga svona góðar minningar :)

Anonymous said...

Franskar? Ég hélt að það væru soðnar kartöflur með öllu hjá ykkur.

Anonymous said...

Ég held nú að það sé eitthvað samhengi þarna á milli, þegar maður er svona sorgmæddur held ég að það sé erfitt að gera góðar piparkökur. Sumir dagar eru svona, næst þegar þú gerir piparkökudeig verður það ábyggilega pörfekt og þið málið þær í öllum regnbogans/jólalitum!
kær kveðja
Ásdís frænka

Anonymous said...

Gógó

ég á góða hrærivél og karlhelvítið verður ekki heima um næstu helgi og þá helgi ætlaði ég að byrja að baka jólakökur, eigum við að baka saman piparkökur og leyfa krökkunu okkar að mála

getum slúðrað og vesenans eitthvað í leiðinni

knús
Litla norn

ps, stundum þurfa tárin að fá útrás það er bara þannig. Ég fæ alltaf heimþrá norður á þessum árstíma og langar þá svo mikið að vera nær fólkinu mínu það er því ekki skrítið að Sif komi upp í huga þinn sérstaklega á þessum árstíma, æi klaufalega orðað vona að þú skiljir hvað ég á við.