15 March 2009

Til lykke Illugi og co :)

Illugi, Binna og við öll hin, til hamingju með stórkostlegan sigur :)

Nú er bara að fá hana Eyrúnu í fyrsta sætið hjá okkur og þá er þetta frábært:)
Vona svo sannarlega að EKG verði ekki í neinum af fyrstu þremur sætunum hjá okkur.....því þá mun ég kjósa eitthvað allt annað en sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum!!!

Mér líst mjög vel á Gunnar Braga sem okkar fulltrúa á þing!!!

En nú hljómar í útvarpinu "ef ég væri guð" og sennilega er það hann Helgi Björns sem syngur það....ég veit hver þessi Helgi er....en hver er þessi guð!!!!!

4 comments:

Anonymous said...

Alltaf gaman þegar þú bloggar. Ég hef verið ferlega löt við það en það kanski lagast með hækkandi sólu. Ég er stundum ekki alveg að nenna þessari fésbók.
kv.Helga í Svíþjóð

Anonymous said...

Ja þetta með páskaeggin er alveg satt enda til margt annað en þaug bestu kveðjur til ykkar.

Anonymous said...

Mannstu þegar við fluttum til Flateyrar og Gróa spurði hver á heim þarna og benti á kirkjuna og þú svaraðir að hann Gussi ætti heima þarna og hver er þá þessi Gussi.

Tinna said...

Mikið er ég sammála þér með listann.