30 March 2009

Bloggað smá.....

Er ekki tími kominn á eitt stykki blogg eða svo :)

Georg Rúnar minn kom þriðjudaginn eftir að tengdó voru hér :)
Hann var svo sætur að gefa okkur þessa líka fínu kaffikönnu (til að hella upp á) og hitakönnu :) Þannig að nú er hægt að bjóða upp á HEITT kaffi fyrir þá sem reka við hjá okkur :)

Sl. föstudag fóru þau keyrandi til Reykjavíkur, Pétur, Georg Rúnar, Margrét Alda og Bergljót Ásta.....en frúin var ein eftir í kotinu!!!
María Sif kíkti aðeins til mín á föstudagskvöldið og var það ljúft :)
Heima hékk ég allan laugardaginn og vissi ekki hvað ég átti af mér gera.....leiðist svona einni!!! Hékk í tölvunni meira og minna allan daginn og um kvöldið til skiptis í tölvunni og horfa á sjónvarpið!!!

Ætlaði aldeilis að sofa út báða frí dagana....laugardagsmorguninn var ég vöknuð hálf átta og sunnudagsmorgun kl SJÖ!!!! Ráfaði hér um og kíkti enn og aftur í tölvuna.....kl 9 um morguninn var mér hætt að lítast á sjálfa mig, þar sem ég stóð mig að því að vera farin að tala við sjálfa mig á fullu!!!! Ákvað þá að hringja í mömmu og aðeins að þenja raddböndin.....við gátum spjallað saman held ég hátt í klukkutíma :)

Svo kom Margrétin mín fljúgandi í gær, þó veðrið væri vont....mikið var ég glöð og kjaftaði hana nánast í kaf :) Hún kom blessunin með kjúklinga box frá KFC.....og var það sko vel þegið jummijumm :)

Í gær áttu þær svo afmæli, Gunnhildur systir 51 árs og Júlla Baddý 30 ára :)
Hvorugar vildu svara mér er ég hringdi en náði að senda JBB kveðju á fésinu :)
Óska þeim innilega til hamingju með daginn :)

Hún Valborg dóttir Þrúðu og Valla hefði líka orðið 30 ára í gær.
Sendi Valla og Þrúðu góðar kveðjur og blessuð sé minning Völlu.

Þetta var blogg dagsins.

3 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Er bara að segja hæ - HÆ!

Julia said...

Takk fyrir afmæliskveðjuna Gógó mín. Ég bara gat ekki svarað því ég var sofandi þegar þú hrindir... bannað að taka daginn svona snemma um helgar :)

ella said...

Mikið er gaman að sjá að þú ert en að blogga. Mér var nú hugsað til þín um helgina en að hringja ég er svo légleg í því. En kveðja til þín frá okkur!!!!!!