21 March 2009

Gaman er þegar nóg er að gera og margir í kringum mann :)

Nú er gaman :)

Tengdó komu á fimmtudaginn + Ásta mágkona :)
Þau komu með okkur á Árshátíðina hjá Bergljótu Ástu, sem haldin var í Bifröst :)
Þar sýndi 2. bekkur leikrit og söng og höfðum við mjög gaman af :)
Þótti mér að sjálfsögðu mín stelpa standa sig með sóma sem og hin börnin að sjálfsögðu :)

Eftir sýninguna fórum við í Hús Frítímans en þar var karlakórinn Heimir með opið hús og gátu allir sem vildu koma og hlusta á æfinguna hjá þeim :)
Það var líka mjög mjög gaman....og að sjálfsögðu var ég stolt af mínum manni þar :)

Í gær eftir vinnu fórum við 10 "stelpur" úr vinnunni til Akureyrar á leikritið FÚLAR Á MÓTI og jeminn eini það var ein risa hláturbomba í 2 klst.......þessar konur eru frábærar HELGA - EDDA - BJÖRK........eftir sýningu fórum við á tælenskan matsölustað og átum þar eins og við gátum :)
Síðan var brunað heim :)

Í morgun gengum við Margrét Alda 3 km
Klukkan 13:00 fór ég á æfingu hjá leikfélaginu og var hvíslari þar til klukkan 15:00
Gaman gaman :)

Nú svo um kl 16:00 í dag tókum við hjón þátt í prófkjörINU :)

Ég elska svona helgar þegar nóg er að gera og ekki er það verra að sólin skín og er smá vor í lofti :)

Góða helgi allir :)

6 comments:

Anonymous said...

Vá æðislekt bestu kveðjur til ykkar fr+a sverige

Harpa Jónsdóttir said...

Sömuleiðis!

Anonymous said...

Vá hvað það er gaman að heyra og þið greinilega að taka þátt í menningarlífi Skagafjarðar sem verður auðugara fyrir vikið. Hafið það gott. Bestu kveðjur úr KBH.

Anonymous said...

Ég hitti hann Georg min á Flateyri um helgina það var sko gaman altaf svo sætur og góður. kv.Gulla.

Anonymous said...

Alltaf gaman að hafa nóg að gera. Þið kunnið greynilega að njóta helgana.
kv. Helga

SaraVilbergs.... said...

hurðu mig nú, bloggið heitir ennþá spákonan á kambinum :)
Mikið rosalega ertu öflug í göngutúrunum!
kv, sara :)