09 March 2009

Mánudagsblogg.

Í dag er ég heima með lasna Bergljótu Ástu.....eða hún er enn með svo ljótan hósta að við ákváðum að hafa hana heima í dag!!!
Mér finnst afskaplega leiðinlegt að hanga heima lasin eða með lasið barn :(

Hér hefur snjóað þokkalega mikið og hef ég ekki séð svona mikinn snjó hér áður!!!
Bíllinn okkar var fastur í innkeyrslunni en þær galvösku stúlkur, Margrét Alda og Sigga Kristín mættu og mokuðu......nú já síðan fengu þær "smá" hjálp af tveimur vöskum körlum :)

Það á enn að bæta í snjóinn og versta veðrið á víst að vera á miðvikudaginn!!!
Þoli ég snjó????.....öhhh nei það geri ég sko alls ekki...aarrrrgggg :(

Um sl. helgi kom hún María Sif í heimsókn til mín með skeinara sem á eftir að nýtast okkur sennilega mjög vel :) Thank you María Sif :)

Kristinn Andri kom í kaffi til Spákonunnar og þótti mér afskaplega afskaplega vænt um það :) Mér finnst alltaf svo gott og gaman að vita hvað krakkarnir frá Flateyri eru alltaf trygg við mig :)
Enda þykir mér afskaplega mikið vænt um þau :)

Ég fékk líka heimsókn á laugardagskvöldið, en þá komu þau Magnea og Björn :)
Alltaf gaman að fá þau í heimsókn....mikið spjallað og hlegið....allt frá hestum til leiðindar tíkarinnar....pólitíkarinnar!!!! Þetta var mjög gaman,þar til veðrið fór að versna þá héldu þau heim á leið :)

Skellti í skúffuköku í gær en síðan var eiginlega bara leti allan daginn....eða þar til það kom að því að sjóða sviðin og rófurnar....sem var síðan étið af bestu getu :)
Margrét át tunguna og gómfylluna af mikilli innlifun....BÁPan gerði ekki annað en að grandskoða hvern og einn einasta bita, áður en hann fór ofan í hana og skyldi ekkert í því að við værum að láta hana éta HAUS AF KIND!!!!

Læt þetta duga í bili :)
Ætli einhverjir lesi ennþá blogg....eftir að fésbókin kom inn!!!

7 comments:

Anonymous said...

Jaaaaááá! BP

Harpa Jónsdóttir said...

Lesiles.

Góðan bata til snúllunar!

Anonymous said...

ég les

Víðir

Anonymous said...

Les alltaf bloggið þitt Gógó min en veistu þegar Gunnar minn var 5 ára og sá frosin sviðahaus i buð i keflo og eg spurði hann hvort hann vissi hvað þetta væri jáhá sagði hann þetta eru risaeðlu hausar mamma. Bestu kveðjur frá sverige vona að snjorinn fari að minka

Anonymous said...

Jájá, hér er ennþá lesið og verður áfram!

Anonymous said...

Takk fyrir kaffið,sörurnar og skemmtilegan félagsskap.
KAÞ

Anonymous said...

Já ég les