07 June 2009

Þar kom að því :)

Langt er síðan ég hef bloggað....svo langt að ég var næstum búin að gleyma hvernig ég á að komast inn á bloggið!!!!

Margt hefur svosem gerst frá því seinasta blogg var :)....en ég man nú fæst af því....það hefur með þetta gullfiska minni mitt að gera :)

Í dag er Sjómannadagurinn og á degi sem slíkum er ekki hægt annað en að hugsa heim til Flateyrar.
Á Flateyri er þessi helgi sú allra skemmtilegasta helgi ársins og hefur verið um langt skeið. Mikið um hátíðarhöld og eintóm gleði í að minnsta kosti tvo daga :)
Allir skemmta sér saman, börn sem fullorðnir, sjómenn sem landmenn og allir njóta þess í botn :)
Því miður komumst við hér á Ægisstígnum ekki vestur núna en við höfum okkar fulltrúa á svæðinu :) Já Bergljót okkar Ásta er á eyrinni góðu og býr hjá Guggu systur þessa dagana :)
Við heyrðum í henni í gær og var hún full af gleði:) Hafði farið í siglingu með Varðskipinu í Ægi laaaangt frá Flateyrinni og sá svo Gula Húsið okkar þegar hún var að koma aftur í land :)
Hafði verið á fótboltavellinum og mikið um að vera þar....svo hafði hún farið aftur á völlinn og þá í fótboltaskónum sínum með fótboltan sinn :) Já það er mikið að gera hjá henni fyrir vestan :)

Um seinustu helgi þegar við Pétur fórum á rúntinn með hana, sagði hún "mig langar að flytja aftur í Gula Húsið, þetta er svo lítill og sætur bær"

Já við vorum semsagt fyrir vestan um seinustu helgi, sem var hreint frábær helgi :)
Þar var hljómsveitin ÆFING með endurkomu og á eyrinni voru í mínum huga MILLJÓN manns:) Allt fullt af gömlum og góðum vinum og allir komnir til að skemmta sér en ekki endilega að láta aðra skemmta sér :) Þetta var hreint æði :)
Já svona minningar geymir maður í hjarta sínu um aldur og ævi :)

Í dag langar mig að flytja aftur heim. Heim til fallega fjarðarins, fallegu fjallanna, góðu fjölskyldu minnar og ekki síst til góðra vina minna.
Á morgun langar mig það kannski ekki....en í dag er hugur minn og hjarta fyrir vestan.

Sjómönnum og þeirra fjölskyldum óska ég til hamingju með daginn :)

Lifið heil öll :)

4 comments:

Spákonan á Kambinum said...

Ææ sé nokkrar villur hjá mér í blogginu og pirrar það mig....er búin að gleyma hvernig ég get lagað það!! Júlla mín eða Inga Rún mín ef þið lesið bloggið, viljið þið þá bætu einu N í fótboltann og taka Í út fyrir framan Ægi????

jolly said...

Æðislekt að þú skildir blogga Gógó min. Já það er satt að það var og er alltaf gaman á þessum degi á Flateyrinni góðu.Við hérna úti höfum oft gaman af að rifja upp daganna á Flateyri. Þegar verðbuðar lífið var i fullum gangi.Ég sakna þessara daga þegar ég var yngri.Ég var að skoða myndirnar hja Palla frá síðustu helgi það var ekkert smá gaman að sja öll þessi andlit sem maður hefur ekki séð siðan ég veit ekki hvenær. En bestu kveðjur til ykkar allra gaman að lesa bloggið þitt. Kveðja frá Sverige

Magga Kristjáns said...

Þetta er búin að vera mjög skemmtileg helgi,þegar TF-LÍF kom þá fékk ég gæsahúð og tár í augun og ég hef frétt að það hafi gerst hjá fleirum, þetta var þyrlan sem kom hérna snjóflóðadaginn og ég var flutt með til Ísafjarðar.
Annars er ég raddlaus eftir mikinn söng í gærkvöldi og nótt.

Harpa Jónsdóttir said...

Nei - líf hér - en gaman!

Ég var fyrir vestan á sjómannadaginn og já ég táraðist smá þegar þyrlan kom. En það var frábært að vera fyrir vestan, verst hvað ég var upptekin, ég var í (sjálfboða) vinnu mestallan tímann.