29 July 2009

Eitt og annað :)

Komið þið sæl :)
Langt líður á milli blogga þessa mánuðina!!!
En við höfum það fínt fjölskyldan og ýmislegt búin að gera í sumar :)

Við fórum vestur til Flateyrar um Hvítasunnuhelgina og var það meiri háttar ferð :)
Hittum fullt af "gömlum" flateyringum sem ég hef ekki séð í hundrað ár, eða svo :)
Bergljót Ásta var allan júní mánuð hjá Guggu systur og fílaði það í botn :)

Pétur og Bergljót (og ég með hléum) hertókum eitt herbergið á G-2 hjá vinum okkar Gullu og Eiríki......held þau hafi nú verið ansi fegin er við loks fórum aftur á Krókinn!!!

Pétur minn var með leikjanámskeið á vegum GRETTIS á Flateyri, sem tókst að sjálfsögðu mjög vel enda maðurinn sá besti með börnunum í íþróttum og leik :) Allir voru ánægðir (að ég held) eftir tveggja vikna námskeið :)

Georg minn Rúnar hélt grillveislu á pallinum hjá Gullu og EFG einn laugardaginn, en EFG sá um kokkeríið og mættu fullt af skemmtilegu fólki á pallinn það kvöldið :) Myndir frá því á facebook :)

Georg minn hafði ég ekki séð síðan í mars og var mjög gott að fá að knúsa hann aðeins,nú svo á ég von á að hann kíki eitthvað til okkar á Krókinn áður en hann fer aftur á sjóinn :)

Það er líka langt síðan ég hef séð hann Helga minn, en hann er í fríi núna og á ég von á að hann komi líka til okkar í heimsókn :) Ég sakna þess að hafa ekki strákana mína hjá mér....jahh allavegana öðru hverju!!!

Margrétin mín vinnur alla daga og kvöld og hefur lítið frí fengið enda er hún búin að vera dugleg að borga skóla gjöld og önnur gjöld til skólans sem hún fer í til Danmerkur nk. nóvember!!!

Pétur minn er búinn í sumarfríinu sínu en ég byrja þann 10. ágúst :)

Grazyna, Kris og Patrycja ætla að koma til okkar nk. laugardag og hlakka ég til :) Það hafa komið gestir öðru hverju og gist hjá okkur í sumar :)

Inga Rún mín og Ólafur litli dana prins koma þann 24. ágúst og verða hjá okkur þann 25. og það þykir mér afskaplega mikið vænt um :) Já og Jóna systir kemur með þeim líka, sem er gott en hún hefur aldrei komið til okkar á Krókinn fyrr.

Laufskálaréttir eru seinustu helgina (held ég) í september og þá koma að sjálfsögðu Gulla og Eiríkur til okkar og önnur skemmtileg hjón verða vonandi líka :)

Læt þetta duga í bili en reyni að vera duglegri við bloggið en ég hef verið :)

Lifið heil :)

4 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Nei sko - gaman að heyra frá þér!

Spákonan á Kambinum said...

Takk Harpa mín :)
Hef verið svo löt að blogga og lesa önnur blogg!!! Verð að fara að bæta úr þessu....og t.d. byrja á því að kíkja á þitt blogg NÚNA :)

jolly said...

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Gógó min bestu kveðjur frá Sverige

Margrét Alda said...

Mamma.. Ég ætla að vera farin í Nóvember .. Ætla mér að fara í okt sko ;)