31 July 2009

Meira blogg....

Það er víst komið að verslunnarm.helginni :)
Þegar ég var ung og vitlaus þá fór ég yfirleitt ekkert um þessa helgi....var bara heima...sennilega hefur mamma ekki tekið það í mál að ég færi neitt!!!
Eina útihátíðin sem ég man eftir að hafa farið á, á yngri árum var skátamót á Hreðarvatni :)

Nema eina verslm.helgi fórum við Greta Sigga á puttanum suður til Reykjavíkur :) Þá vorum við nú sennilega um 20 ára og öllum fannst skrítið að við ætluðum suður þessa helgi, þar sem allir færu ÚR bænum!!! En puttaferðalagið okkar var mjög skemmtilegt og höfðum við gaman að :)

Núna um þessa helgi er Landsmót UMFÍ hér á Króknum og er bærinn að fyllast af fólki :)
Tjaldvagnar, fellihýsi og hvað þetta nú allt heitir rísa upp á Nöfunum og allt um kring :)
Mikið hefði verið gaman ef veðrið hefði verið aðeins betra en það er!!!
Mér finnst alltaf svo gaman þegar gestir koma í bæinn hvort sem það er hér eða heima á Flateyri, að þeir fái gott veður ....því þá minnast þeir staðarins enn betur :)

Pétur minn er á leið heim aftur með stelpurnar okkar og mikið verður nú gott að fá þau aftur...þó það sé gott og nauðsynlegt fyrir alla að fá að vera með sjálfum sér öðru hverju, þá á einveran ekki við mig :)

Á morgun koma þau svo til okkar, Grazyna, Kris og Patrycja og verður það nú skemmtilegt...þau eru alltaf svo hress og kát :)

Jæja ég ætla að halda áfram að hlusta á tónlistina fallegu sem spiluð var við jarðarförina hennar Sifjar minnar og lofa mér að gráta og já hágráta þegar engin heyrir til mín!!!

Eigið góðan dag gott fólk :)

2 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Það getur verið gott að gráta.
EM það er líka gott að skemmta sér og það verður ábyggilega fjör á langsmótinu hjá ykkur. Góða skemmtun!

Anonymous said...

Nei blessuð Gógó mín ég held að þú værir alveg hætt að blogga en prufaði að kíkja og bara 2 ný blogg en gaman. ég sakna þess þetta var það eina blogg sem ég las alltaf og fannst gaman en svona er þetta bara .....

Kær kveðja til ykkar
Ella.