11 September 2008

Hvíta Húsið selt :)

Nei það er nú ekki svo gott að það sé Gula Húsið sem er selt :( Org org og enn meira org!!!!
Einmitt RKH það er Hjartar húsið sem er selt!!!
En það er svo gott og frábært fólk sem keypti það svo ég er sátt :)
Enda er ég svo sem ekkert að fara að flytja vestur þarsem ég er mjög glöð og sátt hér á Króknum :) Var bara í smá pirringi í hádeginu (út af hnénu) og bloggaði að húsið væri selt!!!

En svo það sé nú enginn misskilningur á ferð gott fólk, þá er ég very hamingjusöm þar sem ég er og hlakka til að flytja á milli húsa....eða sko þegar ég er búin að því :)

Gugga Stína mín, við Pétur erum að fara að djamma þann 20. með góðu fólki og kannski líka flytja þá helgi, þannig að okkur vantar barnapössun nú og svo kannski að þú hendir oní nokkra kassa með okkur og stílistar fyrir mig í nýja húsinu!!!! Ertu að koma til okkar þá???

5 comments:

Anonymous said...

Hæ. Grunaði ekki Gvend! Gógó mín þú munt selja það er ekki spurningin. Pirringur er líka afsakanlegur - því þú ert svo fullkomin að öður leyti. En hvernig er það annars með lokahelgina í sept - stendur ekki boðið um gistinguna þá. Vona að við fáum gistingu í nýja húsinu ykkar þá.
En hér er sama gamla góða verðlagið í Flordia, td. kostar 2 lítra Vodka innan við tvöþúsundkallinn. Við Gulla erum langt komin með að drekka svo mikið að ferðin kostar nánast ekki neitt, erum þó bara búin að vera 2 daga!
(Hér kemur smá pirringur frá frú Gullu: "Af hverju ertu komin með enska síðu - sú gamla var miklu betri - að öllu leyti")

Anonymous said...

Jújújú Eiríkur,, þið fáið alveg gistingu í nýja húsinu.. Ekki spurning ;)
Og Gugga .. Hvernig væri einmitt að þú/þið færuð að kíkja í smá heimsókn norður ;) ?


-> Margrét Alda <-

Anonymous said...

Margrét min kæra Alda, þakka þér svarið. Mikið svakalega hlakka ég til að fá að kíkja í heimsókn til ykkar í Skagafirðinum. Við Gulla eru reyndar í hrikalega góðum málum hér í Flórída, dollarinn í ótrúlegu samhengi við olíuverðið og við alveg sérlega passasöm með að kaupa bara það sem er með 50% afslætti eða þaðan af meira. Komum kannski með smá Vodka - ef okkur tekst að smygla honum heim! Sem við munum örugglega reyna. Nei annars komum ekki með hann til Ísbjarnar-Péturs sem er maður laga og reglu!
Kveðja - úr sólinni og landi hins magra og fagra. EFG og GA

Anonymous said...

Það er ekkert mál að smigla vodka til íslands bara vera nogu kærulaus og hress i gegnum hliðið. Vonandi færðu nog af folki til að hjálpa við flutninganna. Það var gaman að kikja til íslands en mikið breitt. Kveðja sverige

Anonymous said...

Það er ekkert mál að smigla vodka til íslands bara vera nogu kærulaus og hress i gegnum hliðið. Vonandi færðu nog af folki til að hjálpa við flutninganna. Það var gaman að kikja til íslands en mikið breitt. Kveðja sverige