02 September 2008

Ég flyt inn og húsið er selt........

Jæja mín tók sig nú bara til um kl hálf sjö í kvöld að steikja kleinur!!! Var að til kl tíu að ég held :)

Það er nefnilega þannig að þegar hjónin sem eru búin að kaupa B-37, komu að skoða húsið þá var ég ný búin að steikja kleinur og baka kanilsnúða!!! Þau sátu hér á annan tíma og drukku mjólk og borðuðu kleinur :) Enda sagði Biggi, nú fyrrverandi eigandi B-37 að þeim hafi litist svo vel á okkur leigjendurna....að það hafi gert útslagið með kaupin á B-37!!!! Og auðvitað trúi ég því :)

Þannig að nú ætlum við að finna okkur hús til leigu, en er þó til sölu og ætlum að fá það leigt, eiga kleinur með kaffinu og það verður fljótt að spyrjast út og fólk kemur og skoðar húsið (sem við þá verðum komin í) etur kleinur og kviss pang....kaupir það svo!!!! Ekki slæmt það að leigja okkur Pétri.....fyrir þá sko sem vilja selja húsin sín!!!

Nei ég er bara með þessi húsamál algjörlega á heilanum núna.....fáum við hús eða fáum við ekki hús!!! Verður það niður í bæ eða verður það hér uppfrá!!! Jæja þetta kemur allt í ljós.....einhverntímann!!!!

En hann Maggi kom og gaf okkur að smakka reyktan Lunda, en ég hef aldrei áður smakkað hann!!! Mikið djöfull er hann góður, já svo góður að ég á örugglega eftir að lenda einhverntímann á Lunda veiðum!!! En mér datt í hug lagið sem hún Solla heitin söng alltaf og kenndi mér....

"Mér þykir góður rjómi
það besta sem ég fæ.
Síðan kemur reyktur steiktur LUNDI
síðan kemur loðið skott af hundi
síðan vakna ég af værum blundi
......brókarlaus!!!!!!"

Já þetta var sko oft sungið hér áður fyrr :)

3 comments:

Anonymous said...

Sæl Gógó mín!
Til hamingju með nýju síðuna þína,
ég kem oft í heimsókn til þín á bloggið og hef gaman af, en hef ekki kvittað áður. Vonandi fáið þið fljótt annað húsnæði þar sem ykkur á eftir að líða vel.
Kær kveðja :)
Hanna

ingarun said...

mmm... mig langar í kleinur!

Anonymous said...

Ég held ég sé búin að nefna það tvisvar áður að mig vanti góða kleinuuppskrift.
Vonandi fáið þið flott hús fljótlega.
Hafið það sem best
Helga í Svíþjóð