04 September 2008

Komin með húsnæði.....og kleinuuppskrift :)

Verð sko að segja ykkur það strax en við fjölskyldan fórum að skoða í kvöld, hús niður í bæ :) Okkur öllum leist mjög vel á það og nú erum við búin að fá það leigt og ekki bara í einhverja óvissu mánuði heldur pottþétt í EITT ÁR :) Jihúúúú ég er svo glöð ég er svo glöð :) Við flytjum líklegast um mánaðamótin :) Nú væri gott að fá lánaðar nokkrar vaskar hendur og skipulögð höfuð að láni!!!!

Get nú varla beðið eftir að vera búin að koma mér þar fyrir........en til að hafa um eitthvað annað að hugsa núna þá kemur hér kleinu uppskriftin, sem ég b.t.w. fékk í gamla daga frá Maju gömlu Gull :)

Þetta er sem sagt einföld uppskrift en ég VERÐ náttúrulega að gera tvöfalda :)

1kg. Hveiti (rúmlega)
4stk.Egg.
5dsl.Súrmjólk.
4tsk.Lyftiduft.
180gr. Smjörlíki. (bræði það)
250gr.Sykur.
3tsk.Hjartarsalt.
5tsk.Vanilludropar.

Nú svo er bara að hnoða þessu öllu saman og fletja síðan út og snúa í kleinur :)
Ég steiki þær alltaf upp úr olíu (korn olíu) Muna að hita olíuna vel og muna að hafa eldvarnar teppið nálægt :)

Farið nú að baka kleinur en í öllum bænum farið varlega :)
Látið mig svo vita hvernig gekk :)

12 comments:

ingarun said...

takk fyrir þetta:) ég ætla að prófa að skella í kleinur einn daginn og læt þig svo vita hvernig fer:)

ingarun said...

já og til hamingju með nýju íbúðina. hvað heitir gatan og númer hvað?

Anonymous said...

Til hamingju með allt þetta, nýtt hús, nýja vinnu og nýtt blogg. Þú hljómar eins og ný kona. Bloggið minnir mig á kosningabaráttuna um árið og bleika jakkann og frábæru veislustjórnina í Skíðaskálanum.
Strúllus

Anonymous said...

Er húsið á mynd einhversstaðar á netinu????
Dugleg eruð þið að redda þessu bara si-sona í hvelli!!!

Anonymous said...

Til hamingju Gógó mín :)
Kær kveðja
Hanna

Anonymous said...

Glæsilegt hjá ykkur, til hamingju með íbúðina. Við komumst því miður ekki norður um mánaðamótin að hjálpa til en ég sendi sko minn stuðning í gegnum netið :)

Þarf maður að eiga steikingapott til að steikja kleinur?

Anonymous said...

Til hamingju með húsið, einhvernveginn var ég ekki búin að ímyndað mér að maður gæti bara labbað niður í bæ á Sauðarkróki og fundið húsnæði til leigu. Þetta er ábyggilega þvílíkur léttir.

Takk fyrir kleinu uppskriftina, ég held bara að ég sendi þér tölvupóst til að spyrjast nánar fyrir, þetta með olíuna og að snúa í kleinur og kannski eitthvað fleira - veigra mér við að opinbera fávisku mína hérna á netinu. (Takk fyrir að spyrja um steikingapottin Júlía!)

Anonymous said...

Frrrrrrráaaaaabbbbbbææææææææærrrrrt

Hvar hvernig og hvurs vegna?????

Eða bara heimilisfangið

kveðja frá einni sem bráðum verður nágranni þinn

Anonymous said...

Til hamingju meå aå vera búin að fá húsnæði.!! Það er svo leiðinlegt að flytja, en gaman að koma sér fyrir. Ef maður veit að maður fær að vera þar í einhvern tíma. Takk fyrir kleynuuppskriftina. Verð að prufa hana.
Kveðja Helga

Anonymous said...

Milið er ég glöð að þið eru búin að fá íbúð og til hamingju með það og gangi ykkur vel að flytja..


Ég verð nú samt að segja það að mér fannst hitt bloggið skemmtilegra. maður á að segja það sem manni finnst það segir mamma.

Anonymous said...

Æi þetta er ég Ella.

Harpa Jónsdóttir said...

Glæsilegt! Bæði húsið og nýja bloggið.

Ef þú nennir ekki að hafa google kommentakerfið (sem ER frekar leiðinlegt) þá mæli ég með haloscan (halscan.com) Ódýrt og AFAR einfalt í uppsetningu.