03 September 2008

Bloggið í dag.

Þórhanna gaman að vita að þú kíkir stundum inn á síðuna mína og enn skemmtilegra þegar þú kommentar :)

Helga mín ég fer að senda þér fljótlega kleinu uppskriftina :)

Guðný ég væri sko meira en til í að leigja íbúðina þína svo hún seldist......ef hún væri hér á Króknum en ekki á Ísafirði!!! (ég vona líka að við komumst niður í bæ)

Annars er svo sem lítið að frétta héðan úr B-37......ennþá!!! Núna er það vinna frá hálf níu til hálf fimm alla daga og svo húsverkin eftir það, nú svo bara henda sér undir sæng og lesa, þ.e.a.s. ef það er ekki kleinu bakstur!!!

Bergljót Ásta byrjar í Tónlistarskólanum á morgun og heldur áfram að læra á píanóið :)

Þetta var blogg dagsins :)

Hafið það gott kæru vinir.

3 comments:

ingarun said...

þú mátt endilega gera tvö afrit af kleinuuppskriftinni og senda annað á B6:) verð að fara læra þetta, það er ekki hægt að vera af Garðaættinni og kunna ekki að steikja kleinur!

Anonymous said...

Kleinuuppskriftin má mjög gjarnan fljót með til mín líka - ég er af Garðaættinni, er að verða fimmtug og kann ekki að steikja kleinur!

Anonymous said...

það er ekki gaman að kommenta á þessa síðu.