10 September 2008

Gula Húsið og lyklakippan :)

Ég kann ekki að bæta við á bloggið mitt....ennþá!!!
En myndirnar af Gula Húsinu og Grazynu húsi eru á forsíðu blaðs frá 66%N og ofan á myndina lagði ég flottu lyklakippuna frá henni Vigdísi :)

Já Gula Húsið er sko orðið frægt :)
Ég er að hugsa um að athuga hvort þeir láti mann ekki fá nokkra flísara á fjölskylduna í staðinn fyrir að fá að birta þessa mynd :)

Kannski að Gula Húsið seljist bara út á myndina :)
Aldrei að vita!!!
Og alltaf að vona :)

4 comments:

Anonymous said...

Þetta er allt planað hjá þér er það ekki ? Þú ert auðvitað alger bissnesskona!:)
Ég og Víðir fórum saman í billjard í dag, gaman hjá okkur frændunum!
Bið að heilsa heim.

Harpa Jónsdóttir said...

Þú skrifar náttúrulega 66° og býður þeim módelsamning. Þú og húsið gegn æviskammti af flísurum.

Anonymous said...

Ég fékk nú einu sinni afslátt af flíspeysu þegar húsið mitt var notað í sjónvarpsauglýsingu í hverjum auglýsingatíma.
Ég fór í 66°Norður búðina í Bankastrætinu og sagði að húsið mitt væri notað í auglýsingu hjá þeim, ég held að aumingja afgreiðslukonan hafi látið mig hafa starfsmannaafsláttinn sinn.

Anonymous said...

þú ert svo bjartsýn. En það er bara gott og voandi færðu afslátt, og hver veit. Kanski einhver vilji eiga svona frægt hús.
peppa peppa.
kveðja Helga