20 September 2008

Afmæli-lasinafmæli-kjóllinn.

Hann Diddi "grönnu" pabbi er sjötugur í dag :)
Við í B-37 sendum honum okkar bestu afmælis kveðjur :)

Bergljót Ástan mín er enn lasin :(
Í dag (um hádegisbil) var hún með 39,5 og var heldur óhress með það!!!
Hún Rebekka vinkona hennar er nefnilega 7 ára í dag og BÁPan var búin að rembast við seinustu daga að láta sér batna svo hún kæmist í veisluna til hennar......en nei hún kemst ekki!!!
Hún varð mjög sorgmædd yfir því. Þannig að ég spurði Möggu Rebekkumömmu hvort afmælisstelpan mætti ekki koma til BÁPunnar í kvöld, ég myndi baka pizzu fyrir þær og hafa nammi og gos!!! Auðvitað féllst mamman á það svo nú er mín aðeins léttari fyrir bragðið :)

Í gær fékk Bergljót Ásta pakka frá Jónu systur og fjölskyldu:)
Pakkinn var fjólublár :)
Afmælispakki til dömunnar :)
Í pakkanum var prjónaður kjóll og svona til að hafa um úlnliðina:)

Jóna var að prjóna :)
Mikið rosalega er þetta flott hjá henni og við mæðgur báðar svaka glaðar með gjöfina :)
Vildi að ég hefði svona smá í höndunum á mér eins og Jóna.......
Daman klæddi sig í kjólinn í gær til að máta, því hún ætlaði sko í afmælið í honum í dag!!!
Takk elsku Jóna og fjölskylda :)

5 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Hamingjuóskir til Didda frá mér og mínum!

Mynd?????

Anonymous said...

Ég ætlaði einmitt að fara að biðja um mynd. Skoðaði nefnilega bloggið áður en myndirnar komu en skrifaði ekkert þá. Ferlega fýn í þessum flotta kjól!!! Það er einmitt svona hæfileikar sem ég mundi vilja hafa. Get prjónað sokka skammarlaust en ekki mikið meir.
Vonandi er sú stutta að hressast
kveðja Helga

Anonymous said...

Þetta er flott stelpa! biðjum að heilsa henni!!!!!!!!!!!!!!

Anonymous said...

Já, við gömlu gleymdum að fara inná bloggið! Við óskum öllum afmælisbörnum til lukku með sína góðu afmælisdaga. Gógó mín - takk fyrir samtalið í n... mikið skrat.. hlýtur að hafa verið gaman. Málin hennar G... gef ég þér upp þegar við komum um næstu helgi. Mér sýnist reyndar að Gulla komi heim með mig í hjólastól, en það er nú ekki það versta sem getur gerst - held ég?
Bergljót Ásta eldist fallega, fer ansi mikið í föðuráttina... til allrar hamingju fyrir blessað barnið. Nei, annars þetta var bara djók... Gógó mín.
Kveðja frá sundlaugarbarminum í Wyndham Court....

Harpa Jónsdóttir said...

Rosa fínn kjóll og enn sætari stelpa!