04 September 2008

4. september 2008

Einhver er að kommenta að það sé ekkert gaman að kommenta á þessa síðu :) Ég skil það vel, ég ætlaði aldrei að geta kommentað á síðuna hjá þeim Cosmo stelpum.....en lærði það þó að lokum :)
Annað hvort skrifar maður bara nafnið sitt neðst í kommentinu eða klikkar á NAME og svo á PUBLISH......ekkert mál :)

Í dag er 4. september og þann dag fyrir fjórum árum var hún Sifin okkar jörðuð.
Í kvöld mun ég kveikja á kerti fyrir hana.
Ég veit þið gerið það líka, til minningar um þessa lífsglöðu og frábæru stelpu sem hún var.

Eigið góðan dag .

5 comments:

Anonymous said...

4Tilraun það er ekki lett að skrifa her inn en það hlitur að lærast eins og annað allt fint her i Njarðvik Ljosanott að byrrja bestu kveðjur til ykkar Kveðja Jolly

Anonymous said...

Sæl Gógó mín og velkomin á seepriverhook. Komin nær "menningunni" fyrir utan að ég á að ég held líka fullt af skyldfólki þarna á króknum. Ég vona að þig njótið ykkar. Þú ert alltaf að tala um kleinubakstur. Ég geri líka nokkuð af þessu og er með uppskrift sem ég fékk hjá Guggu fyrir fjölda ára síðan, er það líka þín uppskrift?? Alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér þó ég sé ekki að kommentera mikið á það. En haltu bara áfram í jákvæðni. Kveðja, Olla mosfellsmær

Anonymous said...

Já, en....
Ef þið fáið hús uppi á bökkunum þá er þar miklu vísýnna er það ekki?
Hlakka til að hlusta á frændsystkinin taka dúett á píanó og túbu!!!

ingarun said...

er ekki bara málið að setja kleinuupsskriftina hér á bloggið? ég verð alltaf svo svöng við það að lesa um kleinur og kleinubakstur;)
annars er sól og blíða hér í Köbenhavn, henni Sif sólargeislanum okkar til heiðurs:)

Anonymous said...

Elsku Gógó ekki var ég svo heppin að kynnast henni Sif en var nýlega flutt vestu á Ísafjörð þarna um árið og fylgdist með ykkur í gegnum Jönu

kveiki á kerti hér heima fyrir ykkur mæðgur.

kveðja úr neðra

Guðný