02 September 2008

Alltaf gaman að blogga :)

Þetta er bara allt annað líf að blogga á þessa síðu :)

Ég reyndi að blogga á afmælisdegi þeirra Helga og Sifjar , þann 30. ágúst en það gekk ekki:( En ég heyrði í honum Helga mínum í síma og var ég glöð með það :) Og ég veit að allavegana þær Gugga og Ragnheiður fóru að leiðinu hennar Sifjar minnar :)

Helstu fréttir þessa dagana eru að það er gaman í vinnunni og gengur bara vel hjá mér :) Í gærkveld fóru þau Pétur og Bergljót Ásta í SIRKUS og höfðu frá mörgu að segja er þau komu heim :)

En aðal fréttin er sú að það er búið að selja B-37 !!!

Svo núna ætlum við að fara að finna okkur annað húsnæði og vonandi að það gangi vel :) Þau eru víst ekkert mörg hér sem eru til leigu!!!

Nú er það vinnan sem kallr svo ég vona bara að þið eigið góðan dag í dag :)

7 comments:

Anonymous said...

það eru fullt af íbúðum til sölu hér í blokkinni minni!

Anonymous said...

Þetta er rosa flott mynd efst.
Dálítið bleik síða en flott.

Anonymous said...

Flott mynd á toppnum en ég átta mig ekki alveg á hvaðan hún er tekin. Til hamingju með nýju síðuna, vona að hún virki betur en sú gamla.

kær kveðja frá Ásdísi frænku

Anonymous said...

Skál i botn hehe, þessi mynd er tekin fyrir neðan hesthúsin heima á Flateyri er það ekki? en flott síða hjá þér frænka.

Anonymous said...

Gógó mundu svo að það sem þú bloggar eyðist aldrei þótt netið eða eitthvað klikki, það vistast í "drafts" og þá ferðu bara inní það og heldur áfram að blogga og gerir svo "publish" :)

Anonymous said...

Flott nýa bloggið en ég sakna nú smá þess gamla. Ég er sammála að myndin efst er mjög flott.
Spellendur biðru að heils
kveðja Helga í Svíþjóð

Anonymous said...

Sko ertu til í að vera viku í íbúðinni minni á Ísafirði og steikja kleinur á hverjum degi...

En að öllu gríni slepptu þá viljum við Kalli endilega fá ykkur niður í bæ. Held að Skírnir væri lika alveg til í að fá dömuna ;)

Góð kveðja neðan úr bæ

Guðný