06 October 2008

Komst í tölvu :)

Jeiijjjj ég komst í tölvu.....en var næstum búin að gleyma hvernig ég á að logga mig inn!!!

Við erum enn ekki tölvutengd en það fer nú vonandi að koma að því :) Ég er nú svo sem fegin því að tölvan hefur þá ekkert verið að trufla mig, þar sem ég er enn að taka upp úr kössum og pokum :) Búin að henda fleiri tonnum af allskyns drasli :) Er meira að segja bara farin að hlakka til að flytja eftir ár......þar sem það verður þá svo lítið eftir til að pakka niður :)

Þetta er allt búið að ganga mjög vel hjá okkur enda þvílíkur kraftur í þessari fjölskyldu :) Er já samt enn í pokum og kössum og öngvar myndir komnar upp á veggi. Tek myndir seinna til að sýna ykkur....þegar mest allt er tilbúið :)

BÁPan var að safna sér fyrir gírahjóli og náði að kaupa sér eitt stykki svoleiðis á föstudaginn og er þvílíkt glöð að vita af því inn í bílskúrnum :) Dugleg daman sú :)

Mamma og Jóna komnar til Köben og Georg minn til Barcelona.....en þau fóru öll í morgun :)

Mig dreymdi í fyrrinótt að Einar Oddur heitinn hafi komið askvaðandi og þvílíkt reiður yfir efnahags-vandanum og rauk fram hjá mér en vildi ekkert við mig tala, því hann var á leið að redda málunum!!! Já það er ýmislegt sem maður getur dreymt!!!

Ég sé að einhver hefur kommentað í seinustu færslu að nú eigi allir að fara inn á Feyki.is og kjósa tísku stúlkuna og þá auðvitað hana Margréti mína og ætla ég nú rétt að vona að þið gerið það öll :) Keppnin er næsta laugardag :) Koma svoooo og kjósa :)

Helvítis hnéð á mér er með ALVERSTA móti og eftir flutningana dreg ég fjárans fótinn á eftir mér og með þvílíka verki alla daga......og svo er ég farin að vinna allan daginn í ofanálag.....8-17 !!!!

Jæja þetta er gott í bili...............en munið Feyki.is = Margrét Alda :)

8 comments:

Anonymous said...

Vá þetta lyfti ekkert smá upp hja manni að sja að þu varst komin aftur og ekki veitir af á þessum erfiðu timum gott að það gekk vel að flytja her er enþá hiti ekki snjor eða frost en fer örugglega að koma vona að þið hafið það gott á nya staðnum og hver veit hvað hann Einar Oddur geti gert þarna að handan.
Kveðja sverige

Anonymous said...

Hey það var ég litla nornin í gamla húsinu sem benti á feyki.is en stöðu minna vegna verð ég að gæta hlutleysis og kynni mig því sem litlu nornina í gamla húsinu.

Ef þú fatta ekki hver ég er þá fattar þú ekki neitt Gróa mín , nei heyrðu ég leiðrétti þetta í dag og nú heitir þú aftur Gógó.

knús úr gamla húsinu

Litla norn

Anonymous said...

Jæja kæra frænka, vonandi gengur vel hjá ykkur í því að koma ykkur fyrir í nýja húsinu. Við Gulla þökkum auðvitað innilega fyrir móttökurnar og samveruna í Laufskálarétt.
Virkilega þótti mér gaman að því öllu. Vona að ykkur heilsist vel, og að núverandi svartsýnisbylgja nái ekki til ykkar - enda eins og vinur minn sagði, þetta eru dásamlegir tímar! Nú af hverju, spurði ég. Jú sjáðu til, ég á ekkert og get því engu tapað. Sama gildur nefnilega líka um mig!
kveðja frá okkur á grst2 Flateyri

Anonymous said...

ég var buin að skrifa helling hér en gerði einhverja vitleysu svo allt hvarf. Ætla bara að tjá gleði mína yfir því að þú ert farin að blogga aftur. Til hamingju með fluttningin og dugleg sú stutta. Vonandi snóar ekki mikið á næstunni svo hún geti notið þess að hjóla. að vísu er hægt að kaupa dekk fyrir snjó en það er kanski ekki fyrir þau litlu.
kveðja Helga

Anonymous said...

P.S. Sammála Eiríki. Enda á ég ekkert heldur og það er gott að losna við áhyggjurnar af því.

Anonymous said...

Gleymdi að segja að við Smári höfum auðvitað stutt okkar frænku með því að fara inná Feyki.is
Varðandi Einar Odd, þá kemur þetta mér ekki á óvart. Tveir af viðmælendum mínum í gær, sögðust finna nærveru hans mjög sterkt í þingsölum og bakherbergjum liðna daga. Blessuð sé minning vinar okkar.

Anonymous said...

Það er greinilega svo mikið álag á feyki.is núna að síðan er niðri. En auðvitað mun ég styðja hana Margréti um leið og síðan kemur upp:) Kveðja Auður(hennar Tobbu)
ps. Takk fyrir að passa mömmu í réttunum.

Harpa Jónsdóttir said...

Kaus samviskusamlega!
Vonandi er hnéð að skána eitthvað.